Icelandic(IS)English (United Kingdom)
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf


Fólkið sem er í forsvari fyrir Kötlu jarðvang fær oft þessa spurningu, "hvað er jarðvangur?" 

Við þessari spurningu eru mörg svör og hér á eftir eru nokkur þeirra ásamt því hvað jarðvangur er ekki.

Hvað er jarðvangur?
•    Er tákn um gæði í náttúrutengdri ferðaþjónustu – gæði og virðing fyrir náttúrunni.
•    Svæði sem inniheldur merkilegar jarðminjar og með markmið um að koma þeim á framfæri.
•    Áhugavert svæði vegna t.d. vísindarannsókna, fræðslugildis, fjölbreytileika, sjaldgæfra jarðminja.
•    Staðir innan svæðisins sem tengjast fornleifum, sagnfræði, menningu, vistfræði og lífríki.
•    Bæta viðhorf og þekkingu fólks á jarðminjum og náttúru, byggja upp jarðferðamennsku og styðja þannig við efnahagslega framþróun svæðisins.
•    Skilyrði að sveitarfélög séu þátttakendur í uppbyggingu jarðvangsins.
•    Lagaleg verndun er í höndum sveitarfélaganna.
•    Skýr stefna um sjálfbæra þróun.
•    Byggt á þeirri starfsemi sem fyrir er en ekki gerð krafa um að allt sé byggt upp frá grunni. Á svæðinu eru nú þegar Upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar á nokkrum stöðum, sem notaðar verða.  T.d mun  Upplýsingamiðstöð/Sögusetur á Hvolsvelli, Skógasafn, Upplýsingamiðstöð/Brydebúð í Vík og Kirkjubæjarstofa/Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri þjóna sem slíkar stöðvar.
•    Mikið er lagt upp úr fræðsluskiltum, merkingum og ýmis konar upplýsingum til gesta, s.s. leiðsögn um svæði (þá helst af heimamönnum) og þjónustu- og gönguleiðakort.
•    Gott og öruggt aðgengi auk áætlunar um viðhald og viðbætur í þeim efnum.
•    Megináherslan er ekki eingöngu á jarðfræði svæðisins heldur einnig á menningu og hefðir.
•    Áhersla er lögð á matvæli úr héraði, bæði í verslunum og á veitingastöðum.
•    Áhersla er einnig lögð á sölu handverks úr héraði.
•    Yfir vetrartímann skapast aukin tækifæri fyrir t.d. nemendaheimsóknir.


Jarðvangur er EKKI:
•    Svæði sem inniheldur einungis framúrskarandi jarðminjar.
•    Stakur, lítill staður sem er áhugaverður vegna jarðfræði.
•    Afgirt svæði sem er einungis fyrir vísindamenn.
•    Jarðfræðilegur þemagarður.
•    Svæði þar sem þátttaka heimamanna er engin.
•    Svæði með enga stefnumótun um sjálfbæra efnahagslega þróun.
•    Formlega lagaleg útnefning.
•    Bákn eða  hít sem peningum er hent í.
•    Boð og bönn sem stýra tilveru manneskjunnar innan jarðvangsins.